Hyggst koma á gæðavottun á jöfn laun 24. október 2005 03:30 Ari Edwald Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna. Til þess að vottun náist verða fyrirtæki að opna launabókhald fyrir matsmenn. Standist fyrirtækið matið fær það vottun sem fylgir tiltekið merki sem því er heimilt að nota í tengslum við ímynd sína og í markaðssetningu. "Ég sé fyrir mér að það verði eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki sem vilja skara fram úr að hljóta slíka vottun þar sem það mun auðvelda þeim að ná til sín hæfasta fólkinu og standa sterkar á markaði," segir Árni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gat ekki sagt um hvort atvinnurekendur muni telja það til gagns að setja upp gæðavottun varðandi þessi mikilvægu málefni. "En það er alveg ljóst að atvinnurekendur hafa skoðað það, og mörg fyrirtæki telja sig hafa hag af því að uppfylla kröfur ýmiss konar vottunarmerkja," segir Ari og bendir á að samtökin leggi á það áherslu að fyrirtæki hafi hag af því að launa á grundvelli frammistöðu og framlags, og að mismunun feli í sér sóun. "Það má vel vera að ganga megi lengra í að beita aðferðum gæðastjórnunar á þessu sviði," segir Ari sem telur að það ætti ekki að vera fyrirstaða að atvinnurekendur þurfi að opna launabókhald sitt. Mörg fyrirtæki taki þátt í kjararannsóknum þar sem þau þurfi nú þegar að láta af hendi upplýsingar úr sínu bókhaldi. Árni Magnússon segist jafnframt telja að færa eigi jafnréttismál frá félagsmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og aðeins þannig megi tryggja að málaflokkurinn fái nægilega athygli. "Ástæðan fyrir því að jafnréttismál heyra undir félagsmálaráðuneytið er einna helst sú að umræðan hefur til þessa mikið til verið tengd vinnumarkaðnum. Með því að færa jafnréttismál yfir í forsætisráðuneytið yrði umræðan víkkuð út og það staðfest að jafnréttismál tengjast nánast öllum málaflokkum og ráðuneytum. Ég er sannfærður um að það yrði málaflokknum til framdráttar ef hann yrði vistaður í forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál eru mannréttindamál og því er eðlilegra að þau heyri undir forsætisráðuneytið," segir Árni. Hann segist munu beita sér fyrir því að þessi breyting verði gerð og hyggst leggja það til í tengslum við endurskipulagningu ráðuneytanna sem framundan er. "Jafnréttismál þurfa aukna daglega athygli. Jafnrétti er eitthvað sem alltaf þarf að hafa í huga, ekki bara þegar vindarnir blása þannig," segir Árni. Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna. Til þess að vottun náist verða fyrirtæki að opna launabókhald fyrir matsmenn. Standist fyrirtækið matið fær það vottun sem fylgir tiltekið merki sem því er heimilt að nota í tengslum við ímynd sína og í markaðssetningu. "Ég sé fyrir mér að það verði eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki sem vilja skara fram úr að hljóta slíka vottun þar sem það mun auðvelda þeim að ná til sín hæfasta fólkinu og standa sterkar á markaði," segir Árni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gat ekki sagt um hvort atvinnurekendur muni telja það til gagns að setja upp gæðavottun varðandi þessi mikilvægu málefni. "En það er alveg ljóst að atvinnurekendur hafa skoðað það, og mörg fyrirtæki telja sig hafa hag af því að uppfylla kröfur ýmiss konar vottunarmerkja," segir Ari og bendir á að samtökin leggi á það áherslu að fyrirtæki hafi hag af því að launa á grundvelli frammistöðu og framlags, og að mismunun feli í sér sóun. "Það má vel vera að ganga megi lengra í að beita aðferðum gæðastjórnunar á þessu sviði," segir Ari sem telur að það ætti ekki að vera fyrirstaða að atvinnurekendur þurfi að opna launabókhald sitt. Mörg fyrirtæki taki þátt í kjararannsóknum þar sem þau þurfi nú þegar að láta af hendi upplýsingar úr sínu bókhaldi. Árni Magnússon segist jafnframt telja að færa eigi jafnréttismál frá félagsmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og aðeins þannig megi tryggja að málaflokkurinn fái nægilega athygli. "Ástæðan fyrir því að jafnréttismál heyra undir félagsmálaráðuneytið er einna helst sú að umræðan hefur til þessa mikið til verið tengd vinnumarkaðnum. Með því að færa jafnréttismál yfir í forsætisráðuneytið yrði umræðan víkkuð út og það staðfest að jafnréttismál tengjast nánast öllum málaflokkum og ráðuneytum. Ég er sannfærður um að það yrði málaflokknum til framdráttar ef hann yrði vistaður í forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál eru mannréttindamál og því er eðlilegra að þau heyri undir forsætisráðuneytið," segir Árni. Hann segist munu beita sér fyrir því að þessi breyting verði gerð og hyggst leggja það til í tengslum við endurskipulagningu ráðuneytanna sem framundan er. "Jafnréttismál þurfa aukna daglega athygli. Jafnrétti er eitthvað sem alltaf þarf að hafa í huga, ekki bara þegar vindarnir blása þannig," segir Árni.
Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira