Ratzinger vígður páfi 24. apríl 2005 00:01 Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira