Erlent

Fundu neðanjarðarbyrgi í Írak

MYND/AP
Írakskar og bandarískar hersveitir hafa fundið stórt neðanjarðarbyrgi sem uppreisnarmenn notuðu í vesturhluta Íraks. Þar reyndist m.a. vera eldhús, sturta og loftkæling en auk þess gerðu hersveitirnar hergögn upptæk. Neðanjarðarbyrgið, sem er eitt það stærsta sem fundist hefur í Írak, er nærri bænum Karma sem er um 50 km vestur af höfuðborginni Bagdad en enginn var þar inni þegar hermenn ruddust inn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×