Erlent

Fór fram á lausn Cantoni

Benedikt sextándi páfi fór í dag fram á það að Clementinu Cantoni, ítalska hjálparstarfsmanninum sem er í haldi mannræningja í Afganistan, yrði sleppt. Þetta gerði hann í ávarpi á Péturstorginu í Róm frammi fyrir tugum þúsunda og uppskar klapp fyrir. Cantoni, sem starfaði fyrir samtökin CARE International, var rænt 16. maí síðastliðinn í miðborg Kabúl og hafa afganskir og ítalskir samningamenn unnið að lausn hennar undanfarna daga. Talið er að glæpagengi hafi rænt henni en ekki uppreisnarhópur, en ekki hefur komið fram hvað hópurinn fer fram á í skiptum fyrir frelsi Cantoni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×