Erlent

Íhuga að lækka laun reykingamanna

Bæjarstjórnin í smábæ í Svíþjóð íhugar að lækka laun reykingamanna sem vinna hjá hinu opinbera. Sænska verkalýðshreyfingin er ekki hrifin af þessu framtaki og hefur áhyggjur af réttindum launafólks. Það var starfsmannastjóri bæjarstjórnarinnar í Staffansþorpi á Skáni sem lagði fram tillögu um að lækka laun reykingamanna sem vinna hjá bæjarstjórninni. Hann segist hafa fengið hugmyndina frá Bandaríkjunum þar sem mörg fyrirtæki hafi gripið til margvíslegra launatengdra refsiaðgerða gegn reykingamönnum. Tom Stenkvist segir að ef þessi tillaga nái ekki fram að ganga sé hægt að grípa til annars konar aðgerða. Það sé til dæmis hægt að setja það sem skilyrði fyrir ráðningu að fólk reyki ekki. Með því sé hægt að vinsa úr og losna við reykingamenn. Sænska verkalýðshreyfingin er ekki hrifin af þessu framtaki Stenkvists. Varaformaður hennar segir að þetta sé ógnvænleg hugmynd, sem geti haft skelfilegar afleiðingar fyrir almenn réttindi launafólks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×