Erlent

Búa sig undir geimgöngu

Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar. Alls er stefnt að þremur geimgöngum. Talsmenn geimferðarstofnunar Bandaríkjanna, NASA, segja engar vísbendingar um að ferjunni sé hætta búin þrátt fyrir skemmdirnar en skemmst er að minnast þess þegar geimskutlan Columbia splundraðist þegar hún kom inn í lofthjúpinn. Skemmdir höfðu einnig orðið á henni við flugtak og komst logandi gas inn í skutluna fyrir vikið. Öll áhöfnin fórst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×