Innlent

Kjartan að koma til Reykjavíkur

Kjartan Jakob Hauksson ræðari á stutt eftir til Reykjavíkur. Búist er við að hann rói inn við Ægisgarð á árabát sínum um tvöleytið. Þá verða 92 dagar liðnir frá því hann lagði af stað úr Bolungarvík 4. júní s.l og alls 109 dagar ef reiknaður er með sá tími sem tók hann að róa á Rödd hjartans frá Reykjavík í Rekavík bak Látur fyrir tveimur árum. Nú þegar hafa safnast þrjár og hálf milljón króna vegna ferðarinnar en hún var farin til að hvetja hreyfihamlaða til að láta drauma sína um að ferðast innanlands sem utan rætast og safna peningum í hjálparliðasjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×