Innlent

Ritstjórinn útskýrir mál sitt

"Við hittumst hér á mánudagsmorgni og förum yfir stöðuna. Ég veit að Styrmir Gunnarsson ritstjóri mun halda starfsmannafund og fara yfir málið eins og það blasir við honum," segir Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins. Starfsmenn Morgunblaðsins ætla að fjalla um þær upplýsingar sem fram hafa komið um virkan þátt Styrmis í aðdraganda þess að Jón Gerald Sullenberger lagði fram kæru í Baugsmálinu og hugsanlegar afleiðingar þess fyrir Morgunblaðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×