Innlent

Vilja flugið ekki flutt

Verkalýðsfélag Húsavíkur varar við umræðu meðal stjórnmálaafla í Reykjavík um flutning innanlandsflugs frá höfuðborginni. Félagið segir völlinn gegna veigamiklu hlutverki er varði öryggishagsmuni landsbyggðarinnar. Bent er á að í Reykjavík séu flestar stofnanir ríkisins staðsettar og þar hafi verið byggt upp hátæknisjúkrahús "fyrir opinbert fé" sem ætlað sé að þjóna öllum landsmönnum. "Það verður ekki við það unað að innanlandsflug færist til Keflavíkur," segir í ályktun Verkalýðsfélags Húsavíkur sem skorar á alla hlutaðeigandi að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×