Innlent

Fálkanum slepp úr Húsdýragarðinum

Grænlandsfálka, sem dvalið hefur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í sumar, var sleppt við Hengil fyrripartinn í gær. "Fálkinn sem er kvenfugl kom í garðinn eftir að hafa fundist grútarblaut á Snæfellsnesi. Grúturinn var þveginn af henni en til þess þurfti tvo þvotta. Að þeim loknum fékk hún að jafna sig í útibúrum í garðinum og náði fyrra þreki," segir í tilkynningu garðsins. Vonir standa til að fuglinn nái að að spjara sig í íslensku umhverfi, en haft er eftir Ólafi Nielsen, vistfræðingi á Náttúrufræðistofnun, að flestir Grænlandsfálkar séu farnir af landi brott til vetrarstöðva.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×