Innlent

Lög vantar um stofnunina

Á komandi þingi ætlar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um rekstur Ratsjárstofnunar, en komið hefur fram að stofnunin reynir að stýra ófaglærðu starfsfólki sínu frá stéttarfélagsaðild. "Um stofnunina eru engin lög," segir Össur og kveður þá tilhögun bæði stórskrítna og út í hött. "Hvað gerist svo þegar verið er að leggja niður störf? Hvaða réttinda njóta þessir menn þá?" spyr hann og ætlar að kalla eftir svörum á Alþingi. Ratsjárstofnun hóf starfsemi á vordögum 1987 eftir samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um yfirtöku Íslendinga á rekstri ratsjárstöðva Bandaríkjahers hér. Stofnunin heyrir undir utanríkisráðuneytið, en á vef hennar kemur fram að upplýsingar sem aflað er um flugumferð yfir og umhverfis landið séu nýttar af varnarliðinu sem framsendir þær svo til Flugmálastjórnar Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×