Innlent

Börn vantar varanlegt fóstur

Íslensk börn vantar varanlegt fóstur - en á sama tíma velja barnlaus pör frekar tæknifrjóvgun eða að ættleiða börn að utan. Aðsókn í tæknifrjóvganir hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og sömuleiðis hefur ættleiðingum á erlendum börnum fjölgað. En á sama tíma hefur frumættleiðingum á íslenskum börnum fækkað til muna á sama tíma og önnur börn en fóstubörn ættleiðenda hafa ekki verið ættleidd um árabil. Aðspurður hvers vegna ekki sé leitað eftir íslenskum börnum til ættlingar í sama mæli og fyrir um fimmtán árum segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, að þar megi nefna tæknifrjóvgun sem helstu ástæðu. Auk þess megi geta þess að þau börn sem ekki geti alist upp hjá kynforeldrum sínum og sé ráðstafað í fóstur geti almennt haldið tengslum við kynforeldrana og eigi samskipti reglulega við þá. Þá séu fósturráðstafanir gjarnan tímabundnar en hlutfall varanlegra fósturráðstafana fari lækkandi ár frá ári. Þetta þýði kannski að stefnt sé í auknum mæli að því að börnin hverfi aftur til kynforeldra sinna. Aðspurður hvort skortur sé á foreldrum sem vilji taka börn í varanlegt fóstur með ættleiðingu í huga segir Bragi svo vera. Engu sé þó hægt að lofa um ættleiðingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×