Innlent

Fálka sleppt úr Húsdýragarði

Fyrr í dag var grænlandsfálka, sem dvalið hafði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því sumar, sleppt við Hengil. Í tilkynningu frá garðinum segir að fálkinn, sem er kvenfugl, hafi komið í garðinn eftir að hafa fundist grútarblautur á Snæfellsnesi. Grúturinn var þveginn af henni en til þess þurfti tvo þvotta. Að sögn Ólafs Nielsen, vistfræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands, eru flestir grænlandsfálkar nú farnir af landi brott til vetrarstöðva sinna á Grænlandi en hann telur að þessi kvenfugl muni dvelja hér á Íslandi á komandi vetri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×