Áform KR heilluðu Teit 11. september 2005 00:01 Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. "Stefnan er að byggja upp sterkt lið sem verður að mestu skipað leikmönnum sem koma upp úr yngriflokkastarfinu hjá félaginu og það þótti mér spennandi verkefni," sagði Teitur, sem segir aðbúnaðinn hjá KR síst lakari en hjá topp félögunum í norska boltanum. Samningur Teits við KR er til fimm ára og er ákvæði í samningnum sem segir að ekki sé hægt að segja honum upp störfum fyrr en eftir tvö ár. Teitur hefur búið erlendis undanfarin 30 ár. Hann lék með félögum í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss frá 1977 til 1987 og þjálfaði í Svíþjóð, Eistlandi og Noregi frá 1987 og til og með þessu ári. Ferill TeitsTeitur Benedikt Þórðarson (14.1.1952) Leikmaður:1969-1977 ÍA1977 Jönköpings IF (Svíþjóð)1978-1981 Östers IF Växjö (Svíþjóð)* Fyrsti Íslendingurinn í Allsvenskan, efstu deildinni sænsku.1981-1983 RC Lens (Frakklandi)* 5. markahæsti leikmaður efstu deildar leiktíðina 1981-82 með 19 mörk í 38 leikjum.* Lék undir stjórn Gérard Houllier, síðar stjóra Liverpool.1983-1984 AS Cannes (Frakklandi)1984-1985 Yverdon Sports (Sviss)1985-1986 Östers IF Växjö (Svíþjóð)1987 Skövde AIK (Svíþjóð) Þjálfari:1987 Skövde AIK (Svíþjóð)1988-1990 SK Brann (Noregi)* Tók við af Tony Knapp fyrrum landsliðsþjálfara Íslendinga.1991-1992 SFK Lyn Oslo (Noregi)1993 SF Grei Oslo (Noregi)1994-1995 Lillestrøm SK (Noregi)1995-1999 landsliðsþjálfari Eistlands* Stjórnaði eistneska landsliðinu í 58 leikjum.1995-1999 FC Flora Tallin (Eistlandi)* Stjórnaði Flora í úrslitaleik Kýpurbikarkeppninnar gegn KR árið 1999.2000-2002 SK Brann (Noregi)2003 SFK Lyn Oslo (Noregi)2004-2005 Ull-Kisa (Noregi) Titlar:Íslandsmeistari: 1970, 1974, 1975.Sænskur meistari: 1978, 1980, 1981.Eistneskur meistari: 1994-95, 1997-98, 1998.Eistneskur bikarmeistari: 1998. A-landsleikir/mörk:41/9 - fjórum sinnum fyrirliði. * Teitur varð í vor fyrsti íslenski þjálfarinn með UEFA-Pro þjálfararéttindi. UEFA-Pro þjálfaragráðan veitir Teiti m.a. réttindi til að þjálfa félög í efstu deild í öllum löndum Evrópu sem eiga aðild að þjálfarasáttmála UEFA (39 lönd).* Teitur verður fjórði Skagamaðurinn sem þjálfar meistaraflokk KR. Guðjón Þórðarson þjálfaði KR árið 1994 og 1995, Pétur Pétursson árin 2000 og 2001 og Sigursteinn Gíslason seinni hluta þessarar leiktíðar. Heimild: www.kr.is Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. "Stefnan er að byggja upp sterkt lið sem verður að mestu skipað leikmönnum sem koma upp úr yngriflokkastarfinu hjá félaginu og það þótti mér spennandi verkefni," sagði Teitur, sem segir aðbúnaðinn hjá KR síst lakari en hjá topp félögunum í norska boltanum. Samningur Teits við KR er til fimm ára og er ákvæði í samningnum sem segir að ekki sé hægt að segja honum upp störfum fyrr en eftir tvö ár. Teitur hefur búið erlendis undanfarin 30 ár. Hann lék með félögum í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss frá 1977 til 1987 og þjálfaði í Svíþjóð, Eistlandi og Noregi frá 1987 og til og með þessu ári. Ferill TeitsTeitur Benedikt Þórðarson (14.1.1952) Leikmaður:1969-1977 ÍA1977 Jönköpings IF (Svíþjóð)1978-1981 Östers IF Växjö (Svíþjóð)* Fyrsti Íslendingurinn í Allsvenskan, efstu deildinni sænsku.1981-1983 RC Lens (Frakklandi)* 5. markahæsti leikmaður efstu deildar leiktíðina 1981-82 með 19 mörk í 38 leikjum.* Lék undir stjórn Gérard Houllier, síðar stjóra Liverpool.1983-1984 AS Cannes (Frakklandi)1984-1985 Yverdon Sports (Sviss)1985-1986 Östers IF Växjö (Svíþjóð)1987 Skövde AIK (Svíþjóð) Þjálfari:1987 Skövde AIK (Svíþjóð)1988-1990 SK Brann (Noregi)* Tók við af Tony Knapp fyrrum landsliðsþjálfara Íslendinga.1991-1992 SFK Lyn Oslo (Noregi)1993 SF Grei Oslo (Noregi)1994-1995 Lillestrøm SK (Noregi)1995-1999 landsliðsþjálfari Eistlands* Stjórnaði eistneska landsliðinu í 58 leikjum.1995-1999 FC Flora Tallin (Eistlandi)* Stjórnaði Flora í úrslitaleik Kýpurbikarkeppninnar gegn KR árið 1999.2000-2002 SK Brann (Noregi)2003 SFK Lyn Oslo (Noregi)2004-2005 Ull-Kisa (Noregi) Titlar:Íslandsmeistari: 1970, 1974, 1975.Sænskur meistari: 1978, 1980, 1981.Eistneskur meistari: 1994-95, 1997-98, 1998.Eistneskur bikarmeistari: 1998. A-landsleikir/mörk:41/9 - fjórum sinnum fyrirliði. * Teitur varð í vor fyrsti íslenski þjálfarinn með UEFA-Pro þjálfararéttindi. UEFA-Pro þjálfaragráðan veitir Teiti m.a. réttindi til að þjálfa félög í efstu deild í öllum löndum Evrópu sem eiga aðild að þjálfarasáttmála UEFA (39 lönd).* Teitur verður fjórði Skagamaðurinn sem þjálfar meistaraflokk KR. Guðjón Þórðarson þjálfaði KR árið 1994 og 1995, Pétur Pétursson árin 2000 og 2001 og Sigursteinn Gíslason seinni hluta þessarar leiktíðar. Heimild: www.kr.is
Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira