Erlent

Hörð viðbrögð við auglýsingum

Ósvífnar auglýsingar, þar sem því er haldið fram að John Kerry hafi logið til um herþjónustu sína í Víetnam, hafa vakið hörð viðbrögð og deilur í Bandaríkjunum. Háttsettur kosningastjóri Bush forseta sagði í dag af sér vegna tengsla við þá sem gerðu auglýsingarnar. Auglýsingin er gerð af hópi manna sem kallar sig Swift Boat Veterans for Truth. Nú liggur fyrir að sannleikur þeirra er í besta falli loðinn, og að sumar þær fullyrðingar sem settar eru fram fái engan veginn staðist. Auglýsingin hefur valdið miklum deilum og tengsl kosningamiðstöðvar Bush og Cheney við hópinn hafa vakið undrun og reiði. Einn ráðgjafi Bush kemur til að mynda fram í auglýsingunni, og lögfræðingur kosningastjórnarinnar veitti hermannahópnum ráðgjöf. Bill Clinton hefur ákveðnar skoðanir á þessari aðferðarfræði. Hann segir að svona aðferðum beiti hægri sinnaðir í Bandaríkjunum og vísar þar til svipaðrar auglýsingaherferðar gegn John McKain árið 2000. Þeir sögðu hann hafa svikið land sitt, það hafi verið helber lygi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×