Erlent

Krefst afsagnar Rumsfeld

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, krefst afsagnar Donalds Rumsfeld varnarmálaráðherra og að Bush Bandaríkjaforseti skipi sjálfstæðan hóp til að skipuleggja umbótastarf á öllum sviðum í fangelsum hersins í Írak. Kerry segir að þeir sem eru neðst settir beri ekki einir ábyrgð á misþyrmingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu, heldur hvíli ábyrgðin einnig á herðum varnarmálaráðherrans. Kerry segir Rumsfeld hafa skapað skilyrði sem stuðluðu að pyntingum fanga í Írak



Fleiri fréttir

Sjá meira


×