Erlent

Ættingjum varnarmálaráðherra rænt

Uppreisnarmenn hafa rænt tveimur ættingjum írakska varnarmálaráðherrans, Hazim al-Shalaan. Þeir krefjast þess að her Bandaríkjanna hverfi frá heilögu borginni Najaf. Þetta kom fram á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í dag. Sýndar voru myndir af mönnunum tveimur, krjúpa fyrir framan tvo hettuklædda menn. Hópurinn sem kallar sig her reiði guðs, hefur einnig krafist þess að Ali Smeisim verði sleppt úr haldi lögreglu, en hann er aðstoðarmaður herklerksins al-Sadr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×