Erlent

Sonur Thatchers handtekinn

Sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna tilraunar til valdaráns. Mark Thatcher var í morgun handtekinn í Suður-Afríku grunaður um aðild að tilraun til valdaráns í Miðbaugs-Gíneu. Þar er mikla olíu að finna. Mark Thatcher er þekktur glaumgosi og augasteinn móður sinnar. Breskir fjölmiðlar kalla hann "The Boy Mark" og löngum hafa gengið sögur um hvernig hann stendur undir hástéttarlífsstíl sínum. Hann gekk í bestu skóla á sínum tíma, en féll þrisvar á endurskoðandaprófi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×