Erlent

Sistani í Basra

Áhrifamesti sjítaklerkur Íraks, al-Sistani, hefur snúið aftur til landsins eftir veru í London þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Hann er staddur í borginni Basra nú, en talið er að hann muni halda til Najaf á morgun. Talsmaður Sistani hefur hvatt alla sanna múslima til að fylgja honum til Najaf til að bjarga þessari heilögu borg þar sem uppreisnarmenn, sem styðja klerkinn Múktada al-Sadr, hafa barist við bandarísk og íröksk herlið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×