Erlent

Loftárás á Fallujah

Bandarískar herþotur gerðu loftárásir á borgina Fallujah í Írak í morgun og féllu í það minnsta þrír. Fjórir voru færðir á sjúkrahús. Skotmörk árásana eru sögð bækisstöðvar sem samverkamenn al-Qaeda leiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis notast við. Ekki var hins vegar ráðist á helgu moskuna Imam Ali í Najaf í nótt þrátt fyrir hótanir ríkisstjórnar Íraks þess efnis. Talsmenn Bandaríkjahers segja aðgerðir í borginni miða að því að einangra Mehdi-hersveitir Múktada al-Sadrs á einum stað áður en lokaárás verður gerð til að ganga á milli bols og höfuðs á þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×