Sport

Larsson frá í 6 mánuði

Barcelona varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að Henrik Larsson verður frá í allt að sex mánuði eftir að hafa rifið liðbönd í hné í leik gegn Real Madrid á laugardaginn. Larsson fór í aðgerð í morgun en mun þurfa fara aftur í aðgerð síðar til að vinna fullkomlega bug á meiðslum sínum. Larsson, sem er 33 ára og hefur skorað fjögur mörk fyrir Barcelona í vetur, er fjórði leikmaður Barcelona sem rífur liðbönd í hné á tímabilinu, en þeir Gabri, Thiago Motta og Edmilson hafa allir orðið fyrir sambærilegum meiðslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×