Erlent

Drápu tólf gísla

Írakskur hópur uppreisnarmanna, Alsa al-Sunna, segist hafa drepið tólf gísla frá Nepal og sýndu þeir myndir af drápunum á íslamskri vefsíðu í dag. Í yfirlýsingu segjst þeir hafa framkvæmt dóm guðs yfir Nepölunum sem hefðu komið til landsins til að berjast við múslima og þjóna gyðingum og kristnum mönnum. Myndband fylgdi yfirlýsingunni. Nepalbúarnir voru teknir höndum fyrr í þessum mánuði en þeir voru kokkar og hreingerningamenn fyrir jórdánskt fyrirtæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×