Erlent

Mótmæla til stuðnings föngum

Grímuklæddir stuðningsmenn Hamas hreyfingarinnar gengu um götur Gasa borgar í gær ásamt hundruðum Palestínumanna til að styðja kröfur palestínskra fanga sem sitja í fangelsum í Ísrael. Fangarnir hafa verið í hungurverkfalli í tvær vikur og krefjast betri aðbúnaðar í fangelsinu, en þeir eru jafnframt að mótmæla hernámi Ísraelsmanna á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Um fjögur þúsund fangar taka þátt í hungurverkfallinu og hafa einungis neytt mjólkur og ávaxtasafa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×