Erlent

Grátbað forseta Frakklands

Franskur blaðamaður sem haldið er í gíslingu í Írak grátbað, í myndbandi sem sýnt var í nótt, Jaques Chirac Frakklandsforseta að láta undan kröfum mannræningjanna, og fella úr gildi bann við því að skólastúlkur hylji hár sitt. Fresturinn sem frönskum stjórnvöldum var gefinn til að bregðast við kröfunum átti að renna út í gærkvöldi en hann var framlengdur um sólarhring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×