Erlent

Coca Cola sýknað

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur sýknað Coca Colaverksmiðjurnar af því að bera ábyrgð á því hvað tennurnar í manni að nafni Lee Cheol-ho eru skemmdar. Fyrir réttinum bar Lee að hann hefði drukkið kók á hverjum degi og að árið 2002 hefði hann þurft að láta draga úr sér ellefu tennur vegna skemmda sem svarti drykkurinn hefði valdið. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki kókinu að kenna heldur skorti á munnhirðu hjá Lee sjálfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×