Flogið til fárra staða innanlands 12. október 2004 00:01 Áfangastöðum íslensku innanlandsflugfélaganna hefur fækkað mjög frá því sem var þegar áætlun var til fjölmargra byggðalaga landsins. Smátt og smátt hefur kvarnast úr leiðarkerfinu, síðast um mánaðarmótin þegar flugi til Sauðárkróks var hætt. Tvö flugfélög, Flugfélag Íslands og Landsflug, halda uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til tíu flugvalla og eitt félag, Flugfélag Vestmannaeyja, flýgur frá Vestmannaeyjum á Bakkkaflugvöll í Landeyjum. Sú var tíðin að áfangastaðir flugfélaganna voru mun fleiri en bættar vegasamgöngur og fólksfækkun víða um land hafa dregið úr áhuga á að halda uppi flugi til nokkurra staða. Flugfélögin eru enda drifin áfram af hagnaðarvon og sjá - skiljanlega - ekki ástæðu til að greiða með farþegunum. Á nokkrum leiðum ber flugið sig alls ekki en það þykir engu að síður nauðsynlegt að halda uppi flugsamgöngum á þeim leiðum. Ríkið hleypur þar undir bagga og styrkir félögin til flugsins. Sjóslys rannsökuð í flugstöð Flugfélag Íslands flýgur til Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og eru þær leiðir styrktar. Landsflug, sem nýlega varð til við sölu innanlandsdeildar Íslandsflugs, flýgur til Bíldudals, Gjögurs, Hafnar og Vestmannaeyja og njóta þrjár fyrstnefndu leiðirnar styrkja. Það er af sem áður var þegar samkeppnin í háloftunum var blóðug, helstu áfangastaðir félaganna voru þeir sömu og fargjöldin svipuð og bensínfylling á meðal bíl. Meðal þeirra staða sem horfið hafa úr áætlanaleiðum félaganna á undanförnum árum eru Stykkishólmur, Patreksfjörður, Þingeyri, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn, Norðfjörður og Fáskrúðsfjörður. Víðast hvar er flugvölllunum haldið við enda nauðsynlegt vegna sjúkraflugs. Þá standa stæðilegar flugstöðvar við suma vellina, eins og t.d. á Stykkishólmsvelli en fróðir menn segja að áætlunarflug þangað hafi lagst af svo að segja um leið og ný og fín flugstöð var byggð. Hýsir hún nú starfsemi rannsóknanefndar sjóslysa. Skiptir ekki máli Sauðárkrókur datt síðast út af flugkortinu en bæjaryfirvöld hafa átt í viðræðum við forystumenn Landsflugs um möguleikann á að hefja flugið á ný. Misjafnt er hvernig flugleysið fer í Króksara en Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, saknar flugsins ekkert sérstaklega, ekki eins og málum var háttað undir það síðasta. "Það verður nú að segjast alveg eins og er að þetta skiptir nákvæmlega engu máli. Þegar Byggðastofnun flutti hingað norður sumarið 2001 voru tvö flug á dag, flesta daga vikunnar og við nýttum okkur það enda gott að fara að heiman á morgnana og koma til baka um kvöldið. Síðan fór að síga á ógæfuhliðina, þetta varð eitt flug á dag og svo ekki einu sinni alla daga vikunnar og þá skipti þetta ekki máli." Aðalsteinn segir starfsmenn Byggðastofnunnar yfirleitt aka til Akureyrar og fljúga þar í gegn til fundahalda í höfuðborginni enda margar ferðir á dag og aksturinn ekki nema um klukkustundar langur. "Auðvitað myndum við kjósa að hér væri alvöru flugþjónusta eins og var en úr því sem komið var þá breytir það engu fyrir okkur þó að flugið hafi alfarið lagst af." Samkeppnin að baki Siglfirðingar hafa verið háværari í mótmælum sínum enda drjúgur spölur á næsta flugvöll. Lengi vel var beint flug til Siglufjarðar. Því var hætt og við tók flug í gegnum Sauðárkrók. Svo var því hætt og boðið upp á rútuferðir á Krókinn. Í nýlegri ályktun bæjarráðs Siglufjarðar um flugið segir meðal annars að ekki verði unað við að samgöngur við Siglufjörð verði lagðar niður til lengri tíma og hefjist Sauðárkróksflugið ekki á ný muni ráðið krefjast útboðs á beinu áætlunarflugi til Siglufjarðar. Á talsmönnum flugfélaganna er að heyra að litlar breytingar verði á áætlunarfluginu í bráð, þau hafi fundið sér álitlega áfangastaði sem gefi bærilega í aðra hönd, ýmist með eða án ríkisstyrkja. Á suma staði er flogið margsinnis á dag, t.d. eru 5 til 7 ferðir daglega til Akureyrar og Egilsstaða. Samkeppnin er að baki, hvort félag situr að sínu og meira að segja eiga þau með sér samstarf sem birtist meðal annars í að bókað er í flug Landsflugs á vef Flugfélags Íslands. Langvarandi tapi á rekstri Flugfélags Íslands, áður innanlandsdeild Flugleiða, hefur verið snúið í hagnað og forsvarsmenn Landsflugs eru bjartsýnir á komandi tíð. Ókyrrðin er að baki og skyggnið virðist gott. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Áfangastöðum íslensku innanlandsflugfélaganna hefur fækkað mjög frá því sem var þegar áætlun var til fjölmargra byggðalaga landsins. Smátt og smátt hefur kvarnast úr leiðarkerfinu, síðast um mánaðarmótin þegar flugi til Sauðárkróks var hætt. Tvö flugfélög, Flugfélag Íslands og Landsflug, halda uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til tíu flugvalla og eitt félag, Flugfélag Vestmannaeyja, flýgur frá Vestmannaeyjum á Bakkkaflugvöll í Landeyjum. Sú var tíðin að áfangastaðir flugfélaganna voru mun fleiri en bættar vegasamgöngur og fólksfækkun víða um land hafa dregið úr áhuga á að halda uppi flugi til nokkurra staða. Flugfélögin eru enda drifin áfram af hagnaðarvon og sjá - skiljanlega - ekki ástæðu til að greiða með farþegunum. Á nokkrum leiðum ber flugið sig alls ekki en það þykir engu að síður nauðsynlegt að halda uppi flugsamgöngum á þeim leiðum. Ríkið hleypur þar undir bagga og styrkir félögin til flugsins. Sjóslys rannsökuð í flugstöð Flugfélag Íslands flýgur til Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og eru þær leiðir styrktar. Landsflug, sem nýlega varð til við sölu innanlandsdeildar Íslandsflugs, flýgur til Bíldudals, Gjögurs, Hafnar og Vestmannaeyja og njóta þrjár fyrstnefndu leiðirnar styrkja. Það er af sem áður var þegar samkeppnin í háloftunum var blóðug, helstu áfangastaðir félaganna voru þeir sömu og fargjöldin svipuð og bensínfylling á meðal bíl. Meðal þeirra staða sem horfið hafa úr áætlanaleiðum félaganna á undanförnum árum eru Stykkishólmur, Patreksfjörður, Þingeyri, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn, Norðfjörður og Fáskrúðsfjörður. Víðast hvar er flugvölllunum haldið við enda nauðsynlegt vegna sjúkraflugs. Þá standa stæðilegar flugstöðvar við suma vellina, eins og t.d. á Stykkishólmsvelli en fróðir menn segja að áætlunarflug þangað hafi lagst af svo að segja um leið og ný og fín flugstöð var byggð. Hýsir hún nú starfsemi rannsóknanefndar sjóslysa. Skiptir ekki máli Sauðárkrókur datt síðast út af flugkortinu en bæjaryfirvöld hafa átt í viðræðum við forystumenn Landsflugs um möguleikann á að hefja flugið á ný. Misjafnt er hvernig flugleysið fer í Króksara en Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, saknar flugsins ekkert sérstaklega, ekki eins og málum var háttað undir það síðasta. "Það verður nú að segjast alveg eins og er að þetta skiptir nákvæmlega engu máli. Þegar Byggðastofnun flutti hingað norður sumarið 2001 voru tvö flug á dag, flesta daga vikunnar og við nýttum okkur það enda gott að fara að heiman á morgnana og koma til baka um kvöldið. Síðan fór að síga á ógæfuhliðina, þetta varð eitt flug á dag og svo ekki einu sinni alla daga vikunnar og þá skipti þetta ekki máli." Aðalsteinn segir starfsmenn Byggðastofnunnar yfirleitt aka til Akureyrar og fljúga þar í gegn til fundahalda í höfuðborginni enda margar ferðir á dag og aksturinn ekki nema um klukkustundar langur. "Auðvitað myndum við kjósa að hér væri alvöru flugþjónusta eins og var en úr því sem komið var þá breytir það engu fyrir okkur þó að flugið hafi alfarið lagst af." Samkeppnin að baki Siglfirðingar hafa verið háværari í mótmælum sínum enda drjúgur spölur á næsta flugvöll. Lengi vel var beint flug til Siglufjarðar. Því var hætt og við tók flug í gegnum Sauðárkrók. Svo var því hætt og boðið upp á rútuferðir á Krókinn. Í nýlegri ályktun bæjarráðs Siglufjarðar um flugið segir meðal annars að ekki verði unað við að samgöngur við Siglufjörð verði lagðar niður til lengri tíma og hefjist Sauðárkróksflugið ekki á ný muni ráðið krefjast útboðs á beinu áætlunarflugi til Siglufjarðar. Á talsmönnum flugfélaganna er að heyra að litlar breytingar verði á áætlunarfluginu í bráð, þau hafi fundið sér álitlega áfangastaði sem gefi bærilega í aðra hönd, ýmist með eða án ríkisstyrkja. Á suma staði er flogið margsinnis á dag, t.d. eru 5 til 7 ferðir daglega til Akureyrar og Egilsstaða. Samkeppnin er að baki, hvort félag situr að sínu og meira að segja eiga þau með sér samstarf sem birtist meðal annars í að bókað er í flug Landsflugs á vef Flugfélags Íslands. Langvarandi tapi á rekstri Flugfélags Íslands, áður innanlandsdeild Flugleiða, hefur verið snúið í hagnað og forsvarsmenn Landsflugs eru bjartsýnir á komandi tíð. Ókyrrðin er að baki og skyggnið virðist gott.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira