Erlent

Gefinn hundum að éta

Þýsk kona hefur verið ákærð fyrir að hjálpa tveim dætrum sínum að myrða föður þeirra og leikur grunur á að líkið hafi verið bútað niður og gefið sjö Doberman hundum fjölskyldunnar, að éta. Fjölskyldan tilkynnti í október árið 2001, að heimilisfaðirinn væri horfinn. Rannsókn sem þá hófst hefur nú leitt til fyrrnefndrar ákæru. Kærasti annarrar dótturinnar blandast í þetta mál, hann hefur þegar viðurkennt að hafa tekið þátt í að berja húsbóndann til bana, og skera niður lík hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×