Erlent

Sadr gengst við kröfum stjórnvalda

Sjíta klerkurinn Múktada al-Sadr hefur ákveðið að gangast við kröfum stjórnvalda í Írak um að enda uppreisnarástand í borginni Najaf. Bréf frá skrifstofum al-Sadr í Bagdad, var lesið upphátt á ráðstefnu þar í borg þar sem valið verður þjóðarráð Íraka. Þar sagði að hann hefði ákveðið að yfirgefa Imam Ali Moskuna sem hefur verið hersetin í lengri tíma. Talsmaður Sadr staðfesti að hann myndi yfirgefa moskuna og afvopna herlið sitt, hann vildi þó ekki staðfesta að bréf hefði verið sent þess efnis á ráðstefnuna. al Sadr neitaði í gær að eiga fund með sendinefnd írakskra stjórnmála og trúarleiðtoga og ríkti því mikil spenna í Najaf. Átta fulltrúar frá þjóðarráði Íraks ætluðu að reyna að miðla málum á milli al-Sadrs og Mehdi-hers hans annars vegar, og írakskra og bandarískra hersveita hins vegar, en undanfarinn hálfan mánuð hafa bardagar staðið þeirra á milli í Najaf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×