Ákvað 14 ára að gerast Snigill 30. júní 2004 00:01 Ég ákvað þegar ég var 14 ára og las grein um stofnun Sniglanna að verða Snigill þegar ég yrði stór. Ég byrjaði strax að pæla í því sem stóð í greininni að ná þyrfti 13 undirskriftum til að komast í hópinn," segir Dagrún Jónsdóttir en hún hefur verið í Sniglunum í 13 ár. Um þessar myndir eiga samtökin 20 ára afmæli og segir Dagrún tímamótanna minnst með ýmsum hætti. "Við héldum veglega sýningu í vor, vorum með dagskrá 1. maí og nú um helgina höldum við landsmót í Húnaveri." Dagný segir ekki aftur snúið eftir að gengið er í félagsskapinn. "Þetta heltekur flesta sem byrja. Jafnvel þó að fólk taki sér frí í einhvern tíma þá snýr það aftur að lokum." Þegar Dagrún byrjaði 20 ára gömul voru konurnar ekki margar en hún segir að þeim fari sífellt fjölgandi. Sniglarnir halda mikið hópinn, skemmta sér og hjóla saman. "Við tökum upp á ýmsu, höldum árshátíðir, jólaböll, landsmót og förum í ferðalög. Eins höfum við barist fyrir réttindum bifhjólafólks á Íslandi og unnið að öryggismálum." Sjálf er Dagrún forfallinn áhugamaður um Harley Davidson og er dugleg að taka við skemmdum mótorhjólum til að gera upp. "Ég á elsta ökufæra mótorhjólið á landinu, 1931 árgerð af Harley. Ég starfræki líka Vélhjólaklúbb gamlingja en inngönguskilyrðið í hann er að eiga mótorhjól sem er 25 ára eða eldra," segir Dagrún og bætir því við að hún sé einræðisherra í þeim 40 manna hóp. Meðalaldur Sniglanna er sífellt að hækka og segir Dagrún ástæðuna fyrir því vera margþætta. "Tryggingarnar eru of dýrar fyrir ungt fólk og eins er þetta tískufyrirbrigði hjá eldra fólki að keyra um á mótorhjóli. Við erum síðan alltaf að eldast." Dagrún segir ofurtöffarastimpilinn nánast vera farinn af mótorhjólafólki á Íslandi og segir hún það hafa verið nauðsynlegt á sínum tíma. "Fyrstu árin var aðallega ungt fólk í Sniglunum og það var hrikalegur töffaraskapur í gangi. Við þurftum hins vegar að laga ímyndina þegar við fórum að vinna í auknu mæli að umferðarátökum og með hinu opinbera. Nú erum við hálfgerð englasamtök." Afmælislandsmót Sniglanna verður nú um helgina í Húnaveri og verður blásið til þriggja dansleikja. Dagskráin hefst í kvöld og mun standa næstu þrjá daga. Fjórar hljómsveitir skemmta næstu kvöld, KFUM and the andskotans, Sniglabandið, Exitst og Dark Harvent. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Ég ákvað þegar ég var 14 ára og las grein um stofnun Sniglanna að verða Snigill þegar ég yrði stór. Ég byrjaði strax að pæla í því sem stóð í greininni að ná þyrfti 13 undirskriftum til að komast í hópinn," segir Dagrún Jónsdóttir en hún hefur verið í Sniglunum í 13 ár. Um þessar myndir eiga samtökin 20 ára afmæli og segir Dagrún tímamótanna minnst með ýmsum hætti. "Við héldum veglega sýningu í vor, vorum með dagskrá 1. maí og nú um helgina höldum við landsmót í Húnaveri." Dagný segir ekki aftur snúið eftir að gengið er í félagsskapinn. "Þetta heltekur flesta sem byrja. Jafnvel þó að fólk taki sér frí í einhvern tíma þá snýr það aftur að lokum." Þegar Dagrún byrjaði 20 ára gömul voru konurnar ekki margar en hún segir að þeim fari sífellt fjölgandi. Sniglarnir halda mikið hópinn, skemmta sér og hjóla saman. "Við tökum upp á ýmsu, höldum árshátíðir, jólaböll, landsmót og förum í ferðalög. Eins höfum við barist fyrir réttindum bifhjólafólks á Íslandi og unnið að öryggismálum." Sjálf er Dagrún forfallinn áhugamaður um Harley Davidson og er dugleg að taka við skemmdum mótorhjólum til að gera upp. "Ég á elsta ökufæra mótorhjólið á landinu, 1931 árgerð af Harley. Ég starfræki líka Vélhjólaklúbb gamlingja en inngönguskilyrðið í hann er að eiga mótorhjól sem er 25 ára eða eldra," segir Dagrún og bætir því við að hún sé einræðisherra í þeim 40 manna hóp. Meðalaldur Sniglanna er sífellt að hækka og segir Dagrún ástæðuna fyrir því vera margþætta. "Tryggingarnar eru of dýrar fyrir ungt fólk og eins er þetta tískufyrirbrigði hjá eldra fólki að keyra um á mótorhjóli. Við erum síðan alltaf að eldast." Dagrún segir ofurtöffarastimpilinn nánast vera farinn af mótorhjólafólki á Íslandi og segir hún það hafa verið nauðsynlegt á sínum tíma. "Fyrstu árin var aðallega ungt fólk í Sniglunum og það var hrikalegur töffaraskapur í gangi. Við þurftum hins vegar að laga ímyndina þegar við fórum að vinna í auknu mæli að umferðarátökum og með hinu opinbera. Nú erum við hálfgerð englasamtök." Afmælislandsmót Sniglanna verður nú um helgina í Húnaveri og verður blásið til þriggja dansleikja. Dagskráin hefst í kvöld og mun standa næstu þrjá daga. Fjórar hljómsveitir skemmta næstu kvöld, KFUM and the andskotans, Sniglabandið, Exitst og Dark Harvent.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira