Erlent

Á fjórða tug létust á einum degi

Í það minnsta 34 manns létust í árásum og bardögum víðs vegar í Írak í gær. Mesta mannfallið varð í sprengjuárás sem var gerð í borginni Hilla síðla dags. Sautján manns létu lífið og um fjörutíu særðust að sögn herstjórnarinnar. Í borginni búa að mestu sjíamúslimar. Níu hið minnsta létust í bardögum í borginni Baqouba, sex þeirra voru andspyrnumenn. Þar hefur verið barist undanfarna daga. Þrír létust og tveir særðust þegar ráðist var á skrifstofur Aðalráðs íslömsku byltingarinnar. Tveir íraskir þjóðvarðliðar og einn lögreglumaður voru skotnir til bana í tveimur árásum í Mahmoudiyah. Einn vegfarandi lést og átján særðust í bílsprengju í Irbil og bandarískur hermaður lést eftir að skotið var á hermenn í Bagdad. Víðar kom til átaka, ráðist var inn á skrifstofur flokks forsætisráðherrans og árásarmenn hraktir á flótta eftir árás á lögreglustöð í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×