Erlent

Ræddi varnir Íslands

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræddi um varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna á fundi sem hann átti með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Tyrklandi í gær. Á fundi með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðinum bauð Scheffer fram aðstoð sína í samningaviðræðum við bandarísk yfirvöld. Viðræðurnar við Bush eru í samræmi við það boð. Ekki liggur fyrir hvað hann ræddi nákvæmlega um við Bush, en ljóst er að NATO mun ekki taka að sér varnir Íslands dragi Bandaríkjamenn sinn her burt. Scheffer kom því mjög skýrt á framfæri á fundi sínum með Halldóri og Davíð. Davíð hefur einnig átt fund með Bush, en ekki liggur fyrir hvað þeir ræddu um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×