Erlent

Flugskeytaárásir í Gasa-borg

Ísraelskar herþyrlur skutu í morgum tíu flugskeytum á málmverkstæði í Gasa-borg og ollu þær miklum skemmdum en engum fregnum fer af mannfalli. Árásin var gerð í hefndarskyni fyrir sprengjuárás palestínskra hryðjuverkamanna á útstöð ísraelshers á Gasa-ströndinni. Hryðjuverkamennirnir grófu göng undir útstöðina og komu hundruð kílóum af sprengiefni fyrir sem þeir notuðu til að sprengja útstöðina í loft upp. Einn hermaður lést og fjórir særðust. Hamas og al-Aksa herdeildin kváðust bera ábyrgð á árásinni. Þúsundir flykktust út á götur Gasa-borgar í kjölfar árásarinnar, þar á meðal um hundrað vopnaðir menn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×