Erlent

Framseldur innan tveggja vikna

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, segir vel hugsanlegt að Saddam Hussein verði framseldur í hendur hinnar nýju stjórnar landsins innan tveggja vikna. Hann segir að nú sé verið að setja saman lagareglur, bæði af hálfu hernámsliðsins og nýju stjórnarinnar, um framsal Saddams og annarra íraskra fanga sem handteknir hafa verið frá því innrásin var gerð. Nýja stjórnin á að taka við af hernámsstjórninni á morgun, 30. júní. Meiningin er að íraskur sérdómstóll, sem stofnaður var fyrir hálfu ári, haldi réttarhöld yfir Saddam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×