Ný brú yfir Kolgrafarfjörð 13. desember 2004 00:01 Snæfellingar fögnuðu mikilli samgöngubót í dag þegar nýr vegur og brú yfir Kolgrafarfjörð voru opnuð fyrir umferð. Það var auðvitað Snæfellingurinn og samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson sem fékk þann heiður að opna þetta mikla samgöngumannvirki fyrir umferð með því að aka fyrstur yfir og hlaut fyrir lófaklapp viðstaddra. Bílalestin fylgdi síðan í kjölfarið en þarna voru mættir sveitarstjórnarmenn, alþingismenn svo og fjöldi íbúa á Nesinu, auk yfirmanna vegagerðar með ráðherrajeppann í broddi fylkingar. Þessi langa bílalest er til marks um það hversu mikils Snæfellingar meta þessa samgöngubót en hún styttir leiðina milli byggða á norðanverðu nesinu um sjö kílómetra. En sennilega eru það Grundfirðingar sem fagna mest. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, segir þetta langþráða samgöngubót sem sé mikilvæg fyrir alla Snæfellinga. Framámenn á utanverðu nesinu fagna einnig nýju brúnni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir íbúanna munu nota nýju brúna þegar það er norðanátt en muni áfram keyra yfir Fróðarheiði í sunnanátt. Brúargerðin yfir Kolgrafafjörð hófst vorið 2003 en verkinu átti ekki að ljúka fyrr en í október árið 2005. Það er því tíu mánuðum á undan áætlun en samið var við verktakana Háfell og Eykt um að flýta verkinu. En það er ekki aðeins stytting leiðar sem menn fagna heldur ekki síður að losna við erfiðan veg inn í fjarðabotn að sögn bæjarstjóra Grundarfjarðar. Alls kostaði um 900 milljónir króna þvera fjörðinn. Sjálf brúarsmíðin kostaði 250 milljónir en lagning 7,3 kílómetra vegar, að hluta á uppfyllingu, kostaði 650 milljónir króna. Snæfellingar telja að þessir fjármuni eigi eftir að skila miklu til baka. Byggðalögin komist með þessu í slíkt samband að hægt sé að kalla þau eitt atvinnusvæði og t.a.m. sé hægt að keyra daglegan skólaakstur í framhaldsskólann á Grundarfirði frá hinum byggðalögunum. En brúin mun ekki aðeins flytja bíla í framtíðinni heldur einnig heitt vatn. Handan við hana er nefnilega jarðhiti og næsta stórverkefni Grundfirðinga er að leggja hitaveitu. Fréttir Innlent Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Snæfellingar fögnuðu mikilli samgöngubót í dag þegar nýr vegur og brú yfir Kolgrafarfjörð voru opnuð fyrir umferð. Það var auðvitað Snæfellingurinn og samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson sem fékk þann heiður að opna þetta mikla samgöngumannvirki fyrir umferð með því að aka fyrstur yfir og hlaut fyrir lófaklapp viðstaddra. Bílalestin fylgdi síðan í kjölfarið en þarna voru mættir sveitarstjórnarmenn, alþingismenn svo og fjöldi íbúa á Nesinu, auk yfirmanna vegagerðar með ráðherrajeppann í broddi fylkingar. Þessi langa bílalest er til marks um það hversu mikils Snæfellingar meta þessa samgöngubót en hún styttir leiðina milli byggða á norðanverðu nesinu um sjö kílómetra. En sennilega eru það Grundfirðingar sem fagna mest. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, segir þetta langþráða samgöngubót sem sé mikilvæg fyrir alla Snæfellinga. Framámenn á utanverðu nesinu fagna einnig nýju brúnni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir íbúanna munu nota nýju brúna þegar það er norðanátt en muni áfram keyra yfir Fróðarheiði í sunnanátt. Brúargerðin yfir Kolgrafafjörð hófst vorið 2003 en verkinu átti ekki að ljúka fyrr en í október árið 2005. Það er því tíu mánuðum á undan áætlun en samið var við verktakana Háfell og Eykt um að flýta verkinu. En það er ekki aðeins stytting leiðar sem menn fagna heldur ekki síður að losna við erfiðan veg inn í fjarðabotn að sögn bæjarstjóra Grundarfjarðar. Alls kostaði um 900 milljónir króna þvera fjörðinn. Sjálf brúarsmíðin kostaði 250 milljónir en lagning 7,3 kílómetra vegar, að hluta á uppfyllingu, kostaði 650 milljónir króna. Snæfellingar telja að þessir fjármuni eigi eftir að skila miklu til baka. Byggðalögin komist með þessu í slíkt samband að hægt sé að kalla þau eitt atvinnusvæði og t.a.m. sé hægt að keyra daglegan skólaakstur í framhaldsskólann á Grundarfirði frá hinum byggðalögunum. En brúin mun ekki aðeins flytja bíla í framtíðinni heldur einnig heitt vatn. Handan við hana er nefnilega jarðhiti og næsta stórverkefni Grundfirðinga er að leggja hitaveitu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira