Lítið um fögnuð í fyrsta leik 11. desember 2004 00:01 Körfuboltalið Grindavíkur hafði yfir nógu að gleðjast á föstudagskvöldið eftir atburði dagsins en mátti þess í stað þola eitt versta heimatap sitt í sögu úrvalsdeildarinnar þegar ÍR-ingar komu í heimsókn og unnu þá með 37 stigum, 66-103. Fyrr um daginn hafði Darrel Lewis fengið íslenskan ríkisborgararétt og skömmu fyrir leik kom það í ljós að fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson þurfti ekki að taka út leikbann í síðustu þremur leikjum liðsins fyrir jól. Páll Axel hafði verið dæmdur í þriggja leikja bann í öllum leikjum en aganefndin breytti síðan dómi sínum um að hann skyldi taka út bannið í þeim flokki sem brotið var framið en Páll Axel var rekinn út af sem þjálfari unglingaflokks kvenna. Darrel Lewis er enn ein viðbótin í flóru þeirra bandarísku leikmanna sem gerst hafa íslenskir ríkisborgarar en meðal hinna eru þeir Brenton Birmingham, Damon Johnson og Keith Vassell. Þeir Lewis og Páll Axel eru algjörir lykilmenn fyrir Grindvíkinga og þegar þeir hitta saman á slakan dag er voðinn vís. Þar skipti litlu þótt Terrel Taylor, nýr bandarískur leikmaður liðsins, spilaði sinn fyrsta leik. Páll Axel, sem spilaði allar 40 mínútur leiksins, hitti aðeins úr 3 af 20 skotum sínum og Lewis var 12 stigum undir meðaltali sínu. Liðið byggir mikið á þriggja stiga skotum en aðeins 3 af 22 slíkum fóru rétta leið (13,6%) og því verður þessum mikla fagnaðardegi Grindvíkinga minnst fyrir stórtap fyrir Breiðhyltingum, sem komust fyrir vikið upp fyrir þá í töflunni og sendu Grindvíkinga niður í 7. sætið. Röstin hefur verið einn sterkasti heimavöllur deildarinnar síðustu ár og liðið hafði unnið 20 af 22 heimaleikjum sínum þar síðustu tvö árin en á þessu tímabili hafa þegar tapast tveir af sex leikjum, með 23 stigum gegn Njarðvík í október og svo gegn ÍR í fyrrakvöld. Körfubolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Körfuboltalið Grindavíkur hafði yfir nógu að gleðjast á föstudagskvöldið eftir atburði dagsins en mátti þess í stað þola eitt versta heimatap sitt í sögu úrvalsdeildarinnar þegar ÍR-ingar komu í heimsókn og unnu þá með 37 stigum, 66-103. Fyrr um daginn hafði Darrel Lewis fengið íslenskan ríkisborgararétt og skömmu fyrir leik kom það í ljós að fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson þurfti ekki að taka út leikbann í síðustu þremur leikjum liðsins fyrir jól. Páll Axel hafði verið dæmdur í þriggja leikja bann í öllum leikjum en aganefndin breytti síðan dómi sínum um að hann skyldi taka út bannið í þeim flokki sem brotið var framið en Páll Axel var rekinn út af sem þjálfari unglingaflokks kvenna. Darrel Lewis er enn ein viðbótin í flóru þeirra bandarísku leikmanna sem gerst hafa íslenskir ríkisborgarar en meðal hinna eru þeir Brenton Birmingham, Damon Johnson og Keith Vassell. Þeir Lewis og Páll Axel eru algjörir lykilmenn fyrir Grindvíkinga og þegar þeir hitta saman á slakan dag er voðinn vís. Þar skipti litlu þótt Terrel Taylor, nýr bandarískur leikmaður liðsins, spilaði sinn fyrsta leik. Páll Axel, sem spilaði allar 40 mínútur leiksins, hitti aðeins úr 3 af 20 skotum sínum og Lewis var 12 stigum undir meðaltali sínu. Liðið byggir mikið á þriggja stiga skotum en aðeins 3 af 22 slíkum fóru rétta leið (13,6%) og því verður þessum mikla fagnaðardegi Grindvíkinga minnst fyrir stórtap fyrir Breiðhyltingum, sem komust fyrir vikið upp fyrir þá í töflunni og sendu Grindvíkinga niður í 7. sætið. Röstin hefur verið einn sterkasti heimavöllur deildarinnar síðustu ár og liðið hafði unnið 20 af 22 heimaleikjum sínum þar síðustu tvö árin en á þessu tímabili hafa þegar tapast tveir af sex leikjum, með 23 stigum gegn Njarðvík í október og svo gegn ÍR í fyrrakvöld.
Körfubolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira