Sport

Heiðar og Ívar skoruðu

Heiðar Helguson skoraði mark Watford sem gerði jafntefli við Wolves, 1-1 í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Brynjar Björn Gunnarsson var einnig í byrjunarliði Watford að vanda og lék allan leikinn enda að sögn þjálfarans einn allra besti leikmaður liðsins það sem af er vetri. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading og skoraði seinna mark liðsins í 0-2 útisigri á Leicester þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliðinu en honum var skipt út af á 64. mínútu. Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Coventry sem tapaði fyrir Stoke, 0-1. Í Þýskalandi er okkar eini fulltrúi, Þórður Guðjónsson, en hann var ekki í leikmannahópi Bochum sem tapaði 1-2 fyrir Hamburg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×