Sport

Fjör í kringum Carmelo Anthony

Þrír menn voru handteknir í fyrradag eftir að hafa reynt að kúga fé út úr Carmelo Anthony, framherja Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum. Þremenningarnir sögðust hafa í fórum sínum myndabandsupptöku af Anthony í slagmálum á næturklúbbi í New York í september síðastliðnum. Þeir fóru fram á að Anthony pungaði út þremur milljónum dollara fyrir myndbandið. Lögreglu var gert viðvart og sendi hún manneskju í dulargervi á staðinn og voru mennirnir þrír handteknir eftir að hafa afhent myndbandið og tekið við ávísun. "Ég frétti af þessu fyrr í dag og er ánægður með störf lögreglunnar," sagði Anthony.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×