Hugmynd komið í verk 18. nóvember 2004 00:01 "Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum. Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Munur er á manviti og mannviti Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum.
Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Munur er á manviti og mannviti Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira