Húfur í öllum litum 18. nóvember 2004 00:01 Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira