Ástand í Fallujah hræðilegt 13. nóvember 2004 00:01 Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafast við í Fallujah í Írak við skelfilegar aðstæður, án matar, vatns og rafmagns. Uppreisnarmönnum virðist vaxa ásmeginn í Írak. Talsmenn hjálparstofnana segjast í vaxandi mæli hafa áhyggjur af óbreyttum borgurum í Fallujah, þar sem vatns- og rafmagnslaust er og matvæli af skornum skammti. Um fimmtíu þúsund manns munu vera í borginni, en áður en átök brutust út bjuggu þar um 300 þúsund manns. Sjö þúsund fjölskyldur halda til í flóttamannabúðum í útjaðri Fallujah. Hjálparstofnunum hefur verið haldið fyrir utan borgina og starfsmönnum þeirra meinað að flytja neyðarbirgðir þangað. Ástandið í Fallujah er sagt hörmulegt. Ekki er unnt að aðstoða slasaða, svo að fjölda fólks hefur blætt út á víðavangi. BBC hefur eftir írökskum blaðamanni, að lík hrannist upp á götum úti og að nályktin sé óbærileg. Talsmenn Bandaríkjahers segja áttatíu prósent borgarinnar á valdi hersveita, og að þeir búist við því að bardögum ljúki von bráðar. Hersveitir hafa þó látið sprengjum rigna yfir borgina í morgun, eftir fremur rólega nótt. Tíu þúsund bandarískir hermenn og tvö þúsund írakskir taka þátt í aðgerðunum í Fallujah, sem eru sagðar til þess ætlaðar að koma á stöðugleika fyrir kosningarnar sem fram eiga að fara snemma á næsta ári. Atburðirnir þar virðast þó fremur vera olía á eld uppreisnarmanna og skæruliða í súnní-þríhyrningnum svokallaða, og þar hafa þeir gert fjölda árása undanfarið. Borgin Mósúl er raunar sögð á valdi uppreisnarmanna, og hafa yfirvöld í Bagdad vikið lögreglustjóranum í borginni frá eftir að skæruliðar lögðu undir sig níu lögreglustöðvar, stálu þar vopnum og skotheldum vestum, og kveiktu í stöðvunum í kjölfarið. Hermt er að sumir lögreglumenn hafi gengið í lið með uppreisnarmönnunum, sem munu nú halda uppi lögum og reglu í Mósúl. Talsmenn Bandaríkjahers viðurkenna að nokkur fjöldi uppreisnarmanna hafi komist frá Fallujah í upphafi og rekja megi fjölda árása í súnní-þríhyrningnum undanfarna daga til þess. Auk atburðanna í Mósúl hafa verið gerðar árásir í Bakúba, Tíkrít, Hawija, Samarra, Ramadi og í Bagdad. Ástandið er það slæmt, að alþjóðaflugvellinum í Bagdad hefur verið lokað ótímabundið og þau flugfélög, sem hafið höfðu áætlunarflug til Bagdad, hafa hætt að taka við bókunum. Yfirvöldum í Bagdad virðist vera umhugað að fréttaflutningur sé í takt við það sem þau vilja, og hafa sent fréttamönnum fyrirmæli um að gæta sín á því, að halda sig við opinberar útgáfur sannleikans í fréttaflutningi frá Fallujah. Erlent Fréttir Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafast við í Fallujah í Írak við skelfilegar aðstæður, án matar, vatns og rafmagns. Uppreisnarmönnum virðist vaxa ásmeginn í Írak. Talsmenn hjálparstofnana segjast í vaxandi mæli hafa áhyggjur af óbreyttum borgurum í Fallujah, þar sem vatns- og rafmagnslaust er og matvæli af skornum skammti. Um fimmtíu þúsund manns munu vera í borginni, en áður en átök brutust út bjuggu þar um 300 þúsund manns. Sjö þúsund fjölskyldur halda til í flóttamannabúðum í útjaðri Fallujah. Hjálparstofnunum hefur verið haldið fyrir utan borgina og starfsmönnum þeirra meinað að flytja neyðarbirgðir þangað. Ástandið í Fallujah er sagt hörmulegt. Ekki er unnt að aðstoða slasaða, svo að fjölda fólks hefur blætt út á víðavangi. BBC hefur eftir írökskum blaðamanni, að lík hrannist upp á götum úti og að nályktin sé óbærileg. Talsmenn Bandaríkjahers segja áttatíu prósent borgarinnar á valdi hersveita, og að þeir búist við því að bardögum ljúki von bráðar. Hersveitir hafa þó látið sprengjum rigna yfir borgina í morgun, eftir fremur rólega nótt. Tíu þúsund bandarískir hermenn og tvö þúsund írakskir taka þátt í aðgerðunum í Fallujah, sem eru sagðar til þess ætlaðar að koma á stöðugleika fyrir kosningarnar sem fram eiga að fara snemma á næsta ári. Atburðirnir þar virðast þó fremur vera olía á eld uppreisnarmanna og skæruliða í súnní-þríhyrningnum svokallaða, og þar hafa þeir gert fjölda árása undanfarið. Borgin Mósúl er raunar sögð á valdi uppreisnarmanna, og hafa yfirvöld í Bagdad vikið lögreglustjóranum í borginni frá eftir að skæruliðar lögðu undir sig níu lögreglustöðvar, stálu þar vopnum og skotheldum vestum, og kveiktu í stöðvunum í kjölfarið. Hermt er að sumir lögreglumenn hafi gengið í lið með uppreisnarmönnunum, sem munu nú halda uppi lögum og reglu í Mósúl. Talsmenn Bandaríkjahers viðurkenna að nokkur fjöldi uppreisnarmanna hafi komist frá Fallujah í upphafi og rekja megi fjölda árása í súnní-þríhyrningnum undanfarna daga til þess. Auk atburðanna í Mósúl hafa verið gerðar árásir í Bakúba, Tíkrít, Hawija, Samarra, Ramadi og í Bagdad. Ástandið er það slæmt, að alþjóðaflugvellinum í Bagdad hefur verið lokað ótímabundið og þau flugfélög, sem hafið höfðu áætlunarflug til Bagdad, hafa hætt að taka við bókunum. Yfirvöldum í Bagdad virðist vera umhugað að fréttaflutningur sé í takt við það sem þau vilja, og hafa sent fréttamönnum fyrirmæli um að gæta sín á því, að halda sig við opinberar útgáfur sannleikans í fréttaflutningi frá Fallujah.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira