Brúðarkjólaleiga Dóru 11. nóvember 2004 00:01 Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur. 29 ára fatahönnuður, Anna Kristín Magnúsdóttir, er nýi eigandinn og hefur gert nokkrar breytingar á rekstri leigunnar, sem nú er einnig verslun. "Það helsta sem hefur breyst er að nú sérsaumum við alls kyns fatnað fyrir bæði konur og karla. Mest höfum við þó verið að sauma brúðarkjóla fyrir konur. Inni í sérsauminum er fatahönnun og aðstoð við að finna efni," segir Anna en þessi þjónusta hefur vakið talsvert mikla lukku. "Við erum einnig með tvær línur af samkvæmiskjólum, Zafari og Consortium, sem við seljum en leigjum ekki út. Sú þjónusta hefur gengið mjög vel og kjólarnir rjúka út hjá okkur. Einnig erum við með fullt af kjólum til leigu og erum alltaf að bæta við okkur nýjum týpum. Við lánum einnig fylgihluti eins og sjöl, skart, skó og nærföt og breytum öllum fatnaði; hvort sem hann er úr leigunni eður ei. Nú erum við mest að stíla upp á árshátíðarnar en í desember fáum við tvær nýjar línur af brúðarkjólum, Romantica og Pronovias, sem verða eingöngu til sölu." Anna lærði fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn og hefur unnið talsvert mikið sjálfstætt undanfarin ár og aflað sér reynslu fyrir rekstur brúðarkjólaleigunnar. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur. 29 ára fatahönnuður, Anna Kristín Magnúsdóttir, er nýi eigandinn og hefur gert nokkrar breytingar á rekstri leigunnar, sem nú er einnig verslun. "Það helsta sem hefur breyst er að nú sérsaumum við alls kyns fatnað fyrir bæði konur og karla. Mest höfum við þó verið að sauma brúðarkjóla fyrir konur. Inni í sérsauminum er fatahönnun og aðstoð við að finna efni," segir Anna en þessi þjónusta hefur vakið talsvert mikla lukku. "Við erum einnig með tvær línur af samkvæmiskjólum, Zafari og Consortium, sem við seljum en leigjum ekki út. Sú þjónusta hefur gengið mjög vel og kjólarnir rjúka út hjá okkur. Einnig erum við með fullt af kjólum til leigu og erum alltaf að bæta við okkur nýjum týpum. Við lánum einnig fylgihluti eins og sjöl, skart, skó og nærföt og breytum öllum fatnaði; hvort sem hann er úr leigunni eður ei. Nú erum við mest að stíla upp á árshátíðarnar en í desember fáum við tvær nýjar línur af brúðarkjólum, Romantica og Pronovias, sem verða eingöngu til sölu." Anna lærði fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn og hefur unnið talsvert mikið sjálfstætt undanfarin ár og aflað sér reynslu fyrir rekstur brúðarkjólaleigunnar.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira