Allt púður í 10 ríki 29. október 2004 00:01 Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum beina nú allri athygli sinni að tíu ríkjum, þar sem fylgi þeirra er hnífjafnt. John Kerry hlaut í gær stuðning úr óvæntri átt. Dálkahöfundur tímaritsins Congressional Quarterly, þar sem fylgst er með stjórnmálunum í Washington, baðst í gær undan því að færa rök fyrir spám um gengi frambjóðendanna á þriðjudaginn kemur. Hann sagði að það væri eins og að biðja um nákvæða spá um hvert hvirfilbylur stefndi, það er að segja hreinlega ekki hægt. Ritstjórar hins hægrisinnaða fréttatímarits Economist færa hins vegar ítarlega rök fyrir vali sínu á rétta frambjóðandanun. Fyrir fjórum árum studdu þeir George Bush, en nú segjast þeir verða að mæla með John Kerry, með depurð í hjarta. Ástæða þessara meðmæla er þó ekki frammúrskarandi hæfni Kerrys, heldur gallar og mistök Bush. Þeir hrósa honum fyrir framgönguna í kjölfar árásanna 11. september, en segja meðferð stríðsfanga vera arfleifð sem Bandaríkjamenn muni súpa seiðið af næstu ár og áratugi. Meðferð fanganna í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu sem dæmi um hræsnina í Bandaríkjamönnum. Stjórn Bush þykist berjast fyrir réttlæti og frelsi, en haldi á sama tíma hundruðum í haldi án dóms og laga. Skilaboð Johns Kerrys þessa síðustu daga baráttunnar eru afskaplega einföld: Bandaríkin þurfa hreint borð og nýtt upphaf. Stjórnmálaskýrendur hafa nú kveikt á perunni og telja þennan ofureinfalda boðskap afrakstur mikillar vinnu með úrtakshópum, og þeir eru á því að hugsanlega geti þetta einmitt verið frasinn sem sannfærir kjósendur. Kannanir sýni að almenningi líki vel við Bush sem persónu en sé ekki endilega spenntur fyrir öðru kjörtímabili. Því sé óráðlegt að ráðast of harkalega á persónu Bush, heldur lofa því sem almenningur vill, nefninlega nýtt upphaf, hreint borð. Bush forseti beitir allt öðrum aðferðum og gagnrýnir Kerry harðlega. Á kosningafundi í Michigan í gær sagði hann að Kerry væri of veikgeðja og óákveðinn til að geta stýrt þjóðarskútunni á stríðstímum. Fjórða daginn í röð var það sprengiefnið í Írak sem var efst á málefnaskrá beggja frambjóðenda, og það er greinilegt að báðir telja stríði í Írak vera það málefni sem úrslit kosninganna velta á. Kerry var á því að Bush forseti kæmi sífellt upp með nýjar afsakanir og útskýringar á því, hvernig tæplega fjögur hundruð tonn af sprengiefni gátu horfið, Bush svaraði með því að segja málflutning Kerrys þversagnakenndan. John Kerry er að sögn Bush rangur maður í rangt embætti á röngum tíma. Á landsvísu er Bush áfram með um tveggja prósentustiga forskot, en athygli frambjóðendanna sem og annarra beinist nú eingöngu að tíu ríkjum þar sem óvissan er mikil: Wisconsin, Minnesota, Iowa, Ohio, Pennsilvanía, Samkvæmt könnun Reuters og Zogby í gær er Bush með forskot í fimm ríkjanna og Kerry í fjórum, en í flestum tilvikum er forskotið innan skekkjumarka kannannarinnar og því ómarktækt. Erlent Fréttir Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum beina nú allri athygli sinni að tíu ríkjum, þar sem fylgi þeirra er hnífjafnt. John Kerry hlaut í gær stuðning úr óvæntri átt. Dálkahöfundur tímaritsins Congressional Quarterly, þar sem fylgst er með stjórnmálunum í Washington, baðst í gær undan því að færa rök fyrir spám um gengi frambjóðendanna á þriðjudaginn kemur. Hann sagði að það væri eins og að biðja um nákvæða spá um hvert hvirfilbylur stefndi, það er að segja hreinlega ekki hægt. Ritstjórar hins hægrisinnaða fréttatímarits Economist færa hins vegar ítarlega rök fyrir vali sínu á rétta frambjóðandanun. Fyrir fjórum árum studdu þeir George Bush, en nú segjast þeir verða að mæla með John Kerry, með depurð í hjarta. Ástæða þessara meðmæla er þó ekki frammúrskarandi hæfni Kerrys, heldur gallar og mistök Bush. Þeir hrósa honum fyrir framgönguna í kjölfar árásanna 11. september, en segja meðferð stríðsfanga vera arfleifð sem Bandaríkjamenn muni súpa seiðið af næstu ár og áratugi. Meðferð fanganna í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu sem dæmi um hræsnina í Bandaríkjamönnum. Stjórn Bush þykist berjast fyrir réttlæti og frelsi, en haldi á sama tíma hundruðum í haldi án dóms og laga. Skilaboð Johns Kerrys þessa síðustu daga baráttunnar eru afskaplega einföld: Bandaríkin þurfa hreint borð og nýtt upphaf. Stjórnmálaskýrendur hafa nú kveikt á perunni og telja þennan ofureinfalda boðskap afrakstur mikillar vinnu með úrtakshópum, og þeir eru á því að hugsanlega geti þetta einmitt verið frasinn sem sannfærir kjósendur. Kannanir sýni að almenningi líki vel við Bush sem persónu en sé ekki endilega spenntur fyrir öðru kjörtímabili. Því sé óráðlegt að ráðast of harkalega á persónu Bush, heldur lofa því sem almenningur vill, nefninlega nýtt upphaf, hreint borð. Bush forseti beitir allt öðrum aðferðum og gagnrýnir Kerry harðlega. Á kosningafundi í Michigan í gær sagði hann að Kerry væri of veikgeðja og óákveðinn til að geta stýrt þjóðarskútunni á stríðstímum. Fjórða daginn í röð var það sprengiefnið í Írak sem var efst á málefnaskrá beggja frambjóðenda, og það er greinilegt að báðir telja stríði í Írak vera það málefni sem úrslit kosninganna velta á. Kerry var á því að Bush forseti kæmi sífellt upp með nýjar afsakanir og útskýringar á því, hvernig tæplega fjögur hundruð tonn af sprengiefni gátu horfið, Bush svaraði með því að segja málflutning Kerrys þversagnakenndan. John Kerry er að sögn Bush rangur maður í rangt embætti á röngum tíma. Á landsvísu er Bush áfram með um tveggja prósentustiga forskot, en athygli frambjóðendanna sem og annarra beinist nú eingöngu að tíu ríkjum þar sem óvissan er mikil: Wisconsin, Minnesota, Iowa, Ohio, Pennsilvanía, Samkvæmt könnun Reuters og Zogby í gær er Bush með forskot í fimm ríkjanna og Kerry í fjórum, en í flestum tilvikum er forskotið innan skekkjumarka kannannarinnar og því ómarktækt.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira