Leður beint frá Spáni 21. október 2004 00:01 Tískuverslunin Zara hefur glatt landann í dágóðan tíma með góðu vöruúrvali og lága verðinu beint frá Spáni. Hægt er að fá allt frá skóm og buxum til ilmvatns og belta í versluninni og sleppur buddan ágætlega frá verslunarferð í Zöru. Spænska leðrið er afskaplega vandað og auðvitað býður Zara viðskiptavinum upp á það. Í versluninni er hægt að fá fallegar leðurtöskur, jafnt stórar sem smáar, á bilinu fimm til ellefu þúsund sem telst ekki hátt verð fyrir ekta leður. Zara hefur alltaf boðið upp á töskur bæði fyrir stráka og stelpur og er úrvalið ekki af verri endanum. Bæði kanínuskinnstöskur og slönguskinnstöskur eru á boðstólum. Einnig selur verslunin óekta leðurtöskur en að sögn starfsmanna í versluninni kýs fólk frekar þessar ekta þar sem verðmunurinn er ekki mikill. Tískan í töskunum í dag eru stórar og vígalegar leðurtöskur og svo pen veski þegar á að lyfta sér upp.Svart er alltaf í tísku en þessi taska er á 9.995 krónur.Mynd/E.ÓlÞessi ljósbrúna taska er falleg í laginu og er á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlBleik og sæt fyrir dömurnar á 5.795 krónur.Mynd/E.ÓlTöff kúrekataska og kúrekastígvél í stíl. Taskan er á 4.795 krónur en stígvélin á 8.995 krónur.Mynd/E.ÓlFalleg græn rúskinnstaska og pæjulegir skór í stíl. Taskan er á 5.995 krónur en skórnir á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlLjós- og dökkbrún taska á 7.795 krónur og algjörir skvísuskór í stíl á 6.995 krónur.Mynd/E.Ól Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískuverslunin Zara hefur glatt landann í dágóðan tíma með góðu vöruúrvali og lága verðinu beint frá Spáni. Hægt er að fá allt frá skóm og buxum til ilmvatns og belta í versluninni og sleppur buddan ágætlega frá verslunarferð í Zöru. Spænska leðrið er afskaplega vandað og auðvitað býður Zara viðskiptavinum upp á það. Í versluninni er hægt að fá fallegar leðurtöskur, jafnt stórar sem smáar, á bilinu fimm til ellefu þúsund sem telst ekki hátt verð fyrir ekta leður. Zara hefur alltaf boðið upp á töskur bæði fyrir stráka og stelpur og er úrvalið ekki af verri endanum. Bæði kanínuskinnstöskur og slönguskinnstöskur eru á boðstólum. Einnig selur verslunin óekta leðurtöskur en að sögn starfsmanna í versluninni kýs fólk frekar þessar ekta þar sem verðmunurinn er ekki mikill. Tískan í töskunum í dag eru stórar og vígalegar leðurtöskur og svo pen veski þegar á að lyfta sér upp.Svart er alltaf í tísku en þessi taska er á 9.995 krónur.Mynd/E.ÓlÞessi ljósbrúna taska er falleg í laginu og er á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlBleik og sæt fyrir dömurnar á 5.795 krónur.Mynd/E.ÓlTöff kúrekataska og kúrekastígvél í stíl. Taskan er á 4.795 krónur en stígvélin á 8.995 krónur.Mynd/E.ÓlFalleg græn rúskinnstaska og pæjulegir skór í stíl. Taskan er á 5.995 krónur en skórnir á 6.995 krónur.Mynd/E.ÓlLjós- og dökkbrún taska á 7.795 krónur og algjörir skvísuskór í stíl á 6.995 krónur.Mynd/E.Ól
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira