Von Furstenberg-vafningskjóllinn 14. október 2004 00:01 Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur) Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur)
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira