Barnageðdeild í óviðunandi húsnæði 8. október 2004 00:01 Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira