Tíska og hönnun

Herralegir töffarar

Enskur prófessor og götustrákur mætast í herratísku vetrarins. Fínir jakkar úr flaueli eru notaðir við grófar og víðar gallabuxur og strigaskó, en skórnir eru með þunnum botni og fótlaga og mikið er um leðurskó sem hafa á sér strigaskóa-útlit. Hægt er að leika sér með því að blanda saman ólíkum fatnaði þannig að sparifötin geta verið í fullri notkun alla daga og nýtast við fjölmörg tækifæri. Jakkafötin eru teinótt og eru sett saman með teinóttum skyrtum og bindum þannig að í vetur er toppurinn að vera í teinóttu. Svarti liturinn er allsráðandi eins og svo oft áður en brúni liturinn er einnig mjög áberandi og eru gallabuxurnar dökkar. Möguleikarnir eru miklir og úrvalið mikið, því ætti enginn að eiga erfitt með að finna töffarann í sjálfum sér í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×