Erlent

Nauðlenti vegna sprengjuhótunar

Farþegaflugvél gríska flugfélagsins Olympic Airlines nauðlenti á Stansted-flugvelli í London nú síðdegis eftir að hringt hafði verið í dagblað í Grikklandi og tilkynnt að sprengja væri um borð í vélinni. Tvö hundruð nítíu og þrír farþegar voru um borð ásamt tólf manna áhöfn. Leitað hefur verið í vélinnni í dag en ekkert hefur fundist. Hún var á leiðinni frá Aþenu til New York en var stödd yfir Frakklandi þegar hótunin barst áhöfninni og var þá umsvifalaust snúið til Stansted-flugvallar. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×