Erlent

Kaupa sprengjur fyrir 10 milljarða

Bandaríkjastjórn hefur lagt blessun sína yfir risa vopnasölu til Ísraels. Alls ætlar Ísraelsstjórn að kaupa bandarískar sprengjur fyrir tæplega tíu milljarða íslenskra króna. Á meðal vopnanna eru um 500 sprengjur sem geta borað sér ofan í jörðina og sprengt upp neðanjarðarbyrgi. Sérfræðingar segja þessar sprengjur ekki ætlaðar í baráttunni gegn uppreisn Palestínumanna heldur séu þær sérstaklega hugsaðar gegn kjarnorkubyrgjum í Íran. Í skýrslu Pentagon um vopnasöluna segir orðrétt að þessi viðskipti séu ætluð til að „viðhalda yfirburðum Ísraelsstjórnar og stuðla að hernaðarlegum hagsmunum Bandaríkjanna.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×