Vinkonur með persónulegan stíl 15. september 2004 00:01 Dís og vinkonur hennar í samnefndri kvikmynd tolla í tískunni en eru ekki tískudrósir og þær fara eigin leiðir í fatastíl segir Bergþóra Magnúsdóttir hönnuður sem sá um búningana í kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. Í stuttu máli segir myndin frá bestu vinkonunum Dís og Blævi sem búa og hringsnúast í Reykjavíkurborg nútímans og lenda í hinum skemmtilegustu ævintýrum. "Umfram allt eru Dís og Blær ungar konur sem eru að reyna að finna sig í lífinu, þær eru ekki alveg búnar að finna sinn stíl og taka þar af leiðandi ólíka hluti úr mismunandi áttum og setja í nýtt samhengi," segir Bergþóra. "Blær er svolítill hippi og bóhem, hún spáir lítið í litasamsetningar, blandar öllu saman og brosir framan í lífið. Dís er aðeins óöruggari, áhrifavaldarnir koma héðan og þaðan, hún er afslöppuð en spáir og spekúlerar í hverju hún á að vera. Þær eru þó báðar tiltölulega kærulausar og klæða sig frekar eftir skapi heldur en veðri og vindum sem gerir persónuleika þeirra einmitt svo skemmtilega og áhugaverða. Vinkonurnar eru báðar litríkar á sinn hátt og það var mjög skemmtilegt og skapandi ferli að búa til þeirra heim, en það var gert í náinni samvinnu við leikstjórann Silju Hauksdóttur og hönnuði leikmyndar." Tíska vinkvennanna í Dís lýsir ákveðnu tímaleysi í samtímanum segir Bergdís og bendir á að það sé alltaf viss hópur fólks sem skapar sér sinn persónulega stíl með einskonar hippalegri samsuðutísku. "Að skapa sinn persónulega stíl, það er þeirra tíska". Þessi " hippalega samsuðutíska" er svo í dag mjög mikið í tísku þannig að glögglega má sjá samsvörun á milli tískunnar í myndinni og götutísku Reykjavíkuborgar, sem einkennist þessa dagana meðal annars af samblandi af gömlu og nýju, skrautnælum, hálsklútum, hárskrauti, lopapeysum, ponsjóum og stígvélum. Bergþóra Magnúsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur haft nóg fyrir stafni síðan. Um þessar mundir starfar hún ásamt Helgu I. Stefánsdóttur við búningahönnun í leikverkinu Úlfhamssögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið mun frumsýna nú í október og einnig hefur hún verið að aðstoða Helgu við búningana í bíómynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven". Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Munur er á manviti og mannviti Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Dís og vinkonur hennar í samnefndri kvikmynd tolla í tískunni en eru ekki tískudrósir og þær fara eigin leiðir í fatastíl segir Bergþóra Magnúsdóttir hönnuður sem sá um búningana í kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. Í stuttu máli segir myndin frá bestu vinkonunum Dís og Blævi sem búa og hringsnúast í Reykjavíkurborg nútímans og lenda í hinum skemmtilegustu ævintýrum. "Umfram allt eru Dís og Blær ungar konur sem eru að reyna að finna sig í lífinu, þær eru ekki alveg búnar að finna sinn stíl og taka þar af leiðandi ólíka hluti úr mismunandi áttum og setja í nýtt samhengi," segir Bergþóra. "Blær er svolítill hippi og bóhem, hún spáir lítið í litasamsetningar, blandar öllu saman og brosir framan í lífið. Dís er aðeins óöruggari, áhrifavaldarnir koma héðan og þaðan, hún er afslöppuð en spáir og spekúlerar í hverju hún á að vera. Þær eru þó báðar tiltölulega kærulausar og klæða sig frekar eftir skapi heldur en veðri og vindum sem gerir persónuleika þeirra einmitt svo skemmtilega og áhugaverða. Vinkonurnar eru báðar litríkar á sinn hátt og það var mjög skemmtilegt og skapandi ferli að búa til þeirra heim, en það var gert í náinni samvinnu við leikstjórann Silju Hauksdóttur og hönnuði leikmyndar." Tíska vinkvennanna í Dís lýsir ákveðnu tímaleysi í samtímanum segir Bergdís og bendir á að það sé alltaf viss hópur fólks sem skapar sér sinn persónulega stíl með einskonar hippalegri samsuðutísku. "Að skapa sinn persónulega stíl, það er þeirra tíska". Þessi " hippalega samsuðutíska" er svo í dag mjög mikið í tísku þannig að glögglega má sjá samsvörun á milli tískunnar í myndinni og götutísku Reykjavíkuborgar, sem einkennist þessa dagana meðal annars af samblandi af gömlu og nýju, skrautnælum, hálsklútum, hárskrauti, lopapeysum, ponsjóum og stígvélum. Bergþóra Magnúsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur haft nóg fyrir stafni síðan. Um þessar mundir starfar hún ásamt Helgu I. Stefánsdóttur við búningahönnun í leikverkinu Úlfhamssögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið mun frumsýna nú í október og einnig hefur hún verið að aðstoða Helgu við búningana í bíómynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven".
Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Munur er á manviti og mannviti Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira