Innlent

Hægt að áfrýja missi ökuréttinda

Þeir sem sviptir hafa verið ökuréttindum lengur en í þrjú ár geta sótt um endurveitingu réttindanna til lögreglustjóra í stað dómsmálaráðuneytis. Jónmundur Kjartansson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir breytingarnar gerðar svo endurveitingin sé á tveimur stjórnsýslusviðum. "Aðalbreytingin felst í því að nú er hægt að skjóta synjun ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins. Segjum að sá sem hafi verið sviptur ökuréttindum leiti til ríkislögreglustjóra og hann synji umsókn um endurveitingu ökuréttinda getur sá kært niðurstöðuna til dómsmálaráðuneytisins sem áður tók endanlega niðurstöðu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×